Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Arndís Amina Vaz da Silva

Blæbrigði Húðar
Verkefnið mitt er innblásið af áferð og eiginleikum húðarinnar—teygjanleika og viðkvæmni ásamt hrjúfleika og þurrleika. Sem manneskja af afrískum uppruna var mér mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á margvíslega brúna tóna sem endurspegla bæði fegurð og dýpt mismunandi húðlita, og minna á fjölbreytileikann sem oft gleymist að sýna í tískuheiminum.
Ég kannaði þessar hugmyndir með fjölbreyttum efnum og aðferðum og voru nokkur efni sem töluðu mest til mín, þar á meðal mjúkt og teygjanlegt leður sem líkir eftir náttúrulegum sveigjanleika húðarinnar, slitið og rifið leður minnir á þurra, flagnandi húð sem segir til um lífsreynslu og ummerki tíma. Einnig vann ég með þykkt og stíft leður sem sýnir styrk og verndarlag húðarinnar, ásamt léttu og flæðandi chiffoni sem endurspeglar viðkvæmni, mýkt og gegnsæi sem getur einkennt húðina við mismunandi aðstæður.
Verkefnið er í grunninn persónuleg rannsókn á sögunum sem húð okkar geymir—sögum um uppruna, sjálfsmynd, minningar og tengsl. Með því að færa þessar sögur yfir í klæðnað leitaðist ég við að skapa verk sem talar til skynjunar og tilfinninga, og opnar fyrir nýja sýn á það hvernig við upplifum og túlkum eigin húð og húð annarra.
Ljósmyndari: Björn Óli Harðarson
Módel: Cynthia Anne Namugambe og Airdem Basil