Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Agla Arnarsdóttir

BROTABURÐUR
Snemma í ferlinu rakst ég á ferðatöskur í gámum Rauða Krossins – hlutir sem áður báru með sér minningar en höfðu misst tilgang sinn og áttu að enda sem rusl. Þarna kviknaði línan mín – form sem biðu eftir að verða uppgötvuð á ný.
Ég og töskurnar urðum eitt í ferlinu; ég tók þær í sundur, lag fyrir lag, pældi í formunum og fann fegurð í því sem átti að vera ónýtt. Ég vildi nýta allt – jafnvel vírana, þessa ósýnilegu beinagrind sem enginn pælir í.
Línan er unnin úr óhefðbundnum efnum: ferðatöskum, plasti og efnum sem voru aldrei hugsuð fyrir klæðnað. Ég stjórnaði ekki alltaf hvert leiðinni var haldið, stundum var það efnið sem réð ferðinni.
Ferlið fékk mig til að hugsa:
Í hvert sinn sem við förum í ferðalag – fer hugurinn þá með?
Kannski eru misbrigðin í ferðalaginu okkar inni í okkur, ekki í hlutunum sem við drögum á eftir okkur.
PHOTOGRAPHER: Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
MODELS: Heba Davíðsdóttir / Ásdís Inga Bjarnadóttir / Kendra Walker
MAKE UP: Una Magnea Stefánsdóttir
PRODUCTION ASSISTANT: Kristinn Kerr Wilson