Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Háskólar landsins í góðum höndum góðra kvenna

  • 21.janúar 2026

Samstarfsnefnd háskólastigsins kom saman á fundi í liðinni viku en vorönn er hafin og starfsemi háskólanna komin á fullt skrið. Nefndin er vettvangur samráðs og samstarfs háskólanna um sameiginleg málefni sem varða starfsemi og hagsmuni þeirra. Nefndina skipa rektorar háskólanna á Íslandi en gaman er að segja frá því að í fyrsta sinn eru það konur sem skipa stöðu rektors í öllum háskólum landsins.

Hér má sjá mynd frá fundinum þar sem hópurinn kom saman í fyrsta sinn og eins og sjá má eru háskólarnir á Íslandi í góðum höndum.

Frá vinstri til hægri: Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, ég sjálf, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og loks Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. ©Kristinn Ingvarsson.

Frá vinstri: Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. ©Kristinn Ingvarsson.