Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á listnámskeið fyrir áhugasama krakka í 4.- 6. bekk.

Námskeiðið er 12 skipti, hefst fimmtudaginn 9. september og stendur til 2. desember. (Ekki er tími 4. nóvember)
 
Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 14:30 - 16:30í húsnæði listkennsludeildar, LHÍ Laugarnesvegi 91.
 
Kennarar á námskeiðunum eru nemendur í listkennslu- og kennslufræðum í listkennsludeild. Umsjón: Vigdís Gunnarsdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Ingimar Ólafsson Waage, fagstjórar í listkennsludeild LHÍ.
 
Hámarksfjöldi þátttakenda: 20
Verð: 15.000.- kr.
Skráning: olofhugrun [at] lhi.is
 
Vinsamlegast sendið skráningartölvupóst með fullu nafni og kennitölu barns og forráðamanns ásamt fullu nafni, kennitölu og símanúmeri forráðamanns.
 
Seinasti skráningardagur er 8. september.