Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja nýta sér aðferðir danssköpunar í eigin vinnu eða kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

ATH. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Í námskeiðinu kynnast nemendur aðferðum og hugmyndum sem byggja á skapandi aðferðum danslistarinnar og möguleikum þeirra í kennslu og sköpun. Tvær megináherslur verða í námskeiðinu. Í fyrsta lagi verða mismunandi aðferðir danssköpunar og spuna rannsakaðar á verklegan hátt ásamt því hvernig nemendur geta nýtt sér þær í eigin vinnu. Í öðru lagi verða fyrirlestrar og umræður um möguleika danslistarinnar í samfélagslegu og pólitísku samhengi út frá ákveðnum verkum, innlendum sem og erlendum.

Námsmat: Verkleg og skrifleg verkefni, þátttaka í tímum. 

Kennari: Ásgerður Gunnarsdóttir.   

Staður og stund: Laugarnes. 28., 30. og 1. desember kl. 13- 15.50. 2. des. kl. 10-15. (Athugið snarpt kennslutímabil).

Tímabil: 28. nóvember- 2. desember. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409