Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands fer fram dagana 25. apríl - 26. maí.

Hátíðin er efalaust einn af hápunktum menningarlífsins á höfuðborgarsvæðinu en þá fara fram fjölmargir viðburðir úr öllum deildum Listaháskólans.
 
Á hátíðinni er sýndur afrakstur námsins á bæði bakkalár - og meistarastigi. Stór hluti viðburðanna fer fram í Menningarhúsunum í Kópavogi t.a.m. útskriftarviðburður meistaranema í listkennslu og hluti tónleika útskriftarema úr tónlistardeild, þá fara aðrir viðburðir fram víðsvegar um Reykjavík eins og dagskráin sýnir hér að neðan. 
 
Hvern viðburð verður hægt að kynna sér á heimasíðu Listaháskólans og á Facebook síðu skólans. 
Frítt er inn á alla viðburði og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2019!
 
 
Yfirlit viðburða:
 
25.04. – 08.05.
Útskriftartónleikar tónlistardeildar
Salurinn Kópavogi
Gerðarsafn
Langholtskirkja
Stúdíó Sýrland
Tjarnarbíó
 
30.04.
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun
Harpa, Flói
Kl. 19:00
 
04.05. – 12.05.
Þetta hefur aldrei sést áður
BA útskriftarsýning myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar
Kjarvalsstaðir
Opnun klukkan 15:00
 
04.05. – 26.05.
Mjúk lending 
Útskriftarsýning MA myndlist
Nýlistasafnið, Marshall húsinu
Opnun klukkan 17:00
 
04.05. – 19.05.
OMEN
Útskriftarsýning MA hönnun, Explorations and Translations
Ásmundarsalur
Opnun klukkan 20:00
 
09.05. - 20.05.
Mutter Courage
Útskriftarverk leikara
Samkomuhúsið Akureyri 09.05 – 11.05.
Kassinn, Þjóðleikhúsinu 16.05 – 20.05.
 
01.05. – 17.05.
Útskriftarverk sviðshöfunda
Listaháskóli Íslands í Laugarnesi
Laugardalslaug
Tjarnarbíó
Iðnó
Tunglið, Austurstræti
 
11.05.
Útskriftarviðburður listkennsludeildar
Menningarhúsunum í Kópavogi