Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

ODEE // Sorry, but not sorry

Í fyrirlestri sínum gerir ODEE grein fyrir gjörningnum “We’re SORRY,” gjarnan þekktur sem Samherjagjörningurinn hér heima. Þann 11. maí, 2023, fengu erlendir miðlar fréttatilkynningu með falskri afsökunarbeiðni frá Samherja, undan léninu samherji.co.uk. Þar var tekin full ábyrgð á meintum gjörðum fyrirtækisins í Namibíu, fullyrt að fyrirtækið myndi greiða skaðabætur og heita fullum stuðningi við yfirvöld heima og erlendis. Nokkrum dögum síðar, þann 17. maí, kom önnur fréttatilkynning að um væri að ræða hugmynda- og gjörningalistaverk eftir listamanninn ODEE. Verkið, sem var útskrifarverk til bakkláragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og sýnt á samsýningu nemenda Rafall / Dynamo á Listasafni Reykjavíkur, vakti gríðarlega athygli bæði heima og erlendis.
Verkið nýtir sér aðferðir menningarbrengls (e. culture jamming), þar sem listamaðurinn tekur eignarnámi á ýmind fyrirtækis til þess að varpa fram nýrri tjáningu. Í kjölfarið stefndi fyrirtækið ODEE fyrir Hæstarétti Lundúna. Undanfarið ár hefur málaferlið gengið bak við tjöldin, en í lok september mun dómari taka málið fyrir. Í fyrirlestrinum verða gerð skil á áhrifum þessa lifandi hugmynda- og gjörningalistaverks, sem býr í samfélagslegu rými og tæpir á málefnum líðandi stundar: samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, falsfréttum og tjáningarfrelsi.

//

In his lecture, ODEE discusses the performance- and concept artwork “We’re SORRY,” commonly known as “Samherjagjörningurinn” in Iceland. On May 11, 2023, foreign media received a press release with a fake apology from Samherji, from the domain samherji.co.uk, taking full responsibility for alleged illegal activity in Namibia. On May 17, another press release revealed that it was a conceptual and performance artwork by ODEE, a graduation project for a Bachelor of Fine Arts from the Iceland University of the Arts, exhibited at the Rafall / Dynamo group show at the Reykjavík Art Museum. The work uses culture-jamming techniques, appropriating the company’s image to create new expressions.

Following this, Samherji sued ODEE in the London High Court. Over the past year, the legal proceedings have been ongoing behind the scenes, but a judge will hear the case in late September. The lecture will cover the impact of this living conceptual- and performance artwork, situated in the social space and addressing contemporary issues: corporate social responsibility, fake news, and freedom of expression.

ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) útskrifaðist með bakkláragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2023. Hann hefur lagt áherslu á gjörninga- og hugmyndalist í seinni tíð, með sérhæfingu í menningarbrengli. Þá ber helst að nefna MOM air, Starbucks Ísland og “We’re Sorry.” Hugmynda- og gjörningalistaverk hans kalla fram sterk viðbrögð áhorfenda með ádeilu sem ýtir undir samfélagslega umræðu um málefni líðandi stundar. Verk hans hafa birst á stærstu fréttamiðlum heims og náð til yfir milljarðs áhorfenda sem óafvitandi gerast þátttakendur í verkunum. Hann stundar nú nám á meistarastigi í myndlist við Háskólann í Bergen.

//

ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) graduated with a Bachelor of Fine Arts from the Iceland University of Arts in 2023. He has in recent years focused on performance and conceptual art, specializing in culture jamming. Notable works include MOM air, Starbucks Iceland, and We’re Sorry. His conceptual and performance artworks provoke strong audience reactions, fostering societal discussion on current issues.ODEE’s works have appeared in major global news outlets, reaching over a billion viewers who unknowingly become participants in his works. He is currently pursuing a Master’s degree in Fine Arts at the University of Bergen.