Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Úthlutun úr útgáfusjóði LHÍ fyrir skólaárið 2025

  • 18.mars 2025

Listaháskóli Íslands hefur úthlutað styrkjum úr útgáfusjóði sínum fyrir skólaárið 2025. Að þessu sinni hlutu þrír akademískir starfsmenn styrk til útgáfu á rannsóknarafrakstri sínum.

Carl Théodore Marcus Boutard hlýtur styrk fyrir útgáfu bókar sem inniheldur teikningar og skúlptúra úr sýningunni Degrowth, sem haldin verður í Cecilia Hillström Gallery í Stokkhólmi í janúar-febrúar 2025. Verkin byggja á hugmyndafræðinni um degrowth, sem gagnrýnir hefðbundnar mælikvarða hagvaxtar sem vísbendingu um framfarir.

Birna Geirfinnsdóttir vinnur að útgáfu bókar sem byggir á tæplega 50 viðtölum sem listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson tók við samstarfsaðila og vini Dieters Roth á árunum 1981–1988. Í bókinni verða birt viðtölin ásamt myndum af verkum Roths og er útgáfan einstök heimild um feril hans sem hönnuðar og listamanns. Ritstjórar verksins eru Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.

Einar Torfi Einarsson fær styrk til útgáfu safnrits tímaritsins Þræðir, sem tónlistardeild LHÍ hefur gefið út frá árinu 2016. Safnútgáfan, sem kemur út í takmörkuðu upplagi vorið 2026, mun innihalda fyrstu tíu tölublöð tímaritsins með fjölbreyttu efni um tónlistarrannsóknir á Íslandi.

Útgáfusjóður Listaháskóla Íslands hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista og veita akademískum starfsmönnum stuðning við miðlun rannsóknar-afraksturs

Aðrar fréttir og greinar