Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna þá þátttakendur sem komust áfram í aðra umferð keppninnar Ungir einleikarar 2026.
Dómnefnd átti erfitt val fyrir höndum en sjö þátttakendur urðu hlutskarpastir eftir fyrstu umferð keppninnar. Framkoma og listræn færni þátttakenda var til fyrirmyndar og gerði valið krefjandi.
Eftirfarandi þátttakendur komust áfram í næstu umferð:
Eyrún Huld Ingvarsdóttir
Halldóra Ósk Helgadóttir
Katrín Jónsdóttir
Lilja Hákonardóttir
Mariann Rähni
Matthildur Traustadóttir
Móeiður Una Ingimarsdóttir
Önnur umferð keppninnar fer fram í byrjun janúar, þar sem allt að fjórir þátttakendur standa uppi sem sigurvegarar. Lokahnykkur keppninnar verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands föstudaginn 24. apríl, 2026, þar sem hinn heimsþekkti Baldur Brönnimann stýrir.
Við þökkum öllum þátttakendum innilega fyrir þátttöku í keppninni og óskum þeim velfarnaðar og farsældar.
Nánari upplýsingar um framhald Ungra einleikara 2026 verða kynntar síðar.