Friðland að fjallabaki // Bjartur Elí Ragnarsson

Einkasýning Bjarts Elí Ragnarssonar Friðland að fjallabaki opnar 9. nóvember kl. 17:00-19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Mosabólstraður reitur,
lokaður inni af bergmyndum,
í baug.
 
Þar situr strákurinn með stráið,
dulkornóttur,
á hnjánum.
 
Blár með hvítleitum doppum,
sá sami sem ég heyrði í
hinum megin við fjallið.
 

re:fuse - Samsýning meistaranema í myndlist á Hjalteyri

Undanfarin sjö ár, hafa nemendur á fyrsta ári við meistaranám myndlistardeildar dvalið eina viku á Hjalteyri sem hluti af vinnustofu haustannar. Þau hafa sett upp sýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem saga verksmiðjunnar og sérstaða staðarinns er efniviður og viðfangsefni verka þeirra. Að þessu sinni fer Hrafnhildur Helgadóttir, myndlistarmaður með nemendum norður og leiðir námskeiðið ásamt Gústav Geir Bollasyni, myndlistarmanni og stofnanda Verksmiðjunnar. Verkefnið er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. 
 

FRED

The process of writing my MA thesis called forth echoes of the last time I wrote a master’s thesis: we used laboratory rats, implanting electrodes in rat brains and recording signals for a month, until scar tissue formed around the electrodes. Then we killed them, bled them out so the brain tissue would not be clotted with blood, decapitated them and sliced up the brains.
 
It was for knowledge.It was for discovery. It was (maybe?) for helping humanity. They were all named Fred.
 

Jökulrof

Ég finn fyrir mætti Sólheimajökuls þegar jökulvatnið rennur, heyri í dropunum og finn fyrir brakinu í ísnum. Jökullinn er lifandi — hann endurnýjar sig stöðugt. Jökullinn býr til ís á sama tíma og annar hluti hans bráðnar. Þessi endurtekna hringrás jökulsins breytir honum með tímanum, mótar landslagið undan honum, flytur jarðefni, slípar og rýfur í berggrunninn sem heldur honum uppi. Þessi hreyfing kallast jökulrof og merki um það má finna við skriðjökla eins og Sólheimajökul.