Class: 
color4

Einstaklingsverkefni 2. árs sviðshöfunda

Í námskeiðinu vinna nemendur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa.

Málþing - “Hvað getur hátíð gert?”

Föstudaginn 18. nóvember stendur Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, fyrir málstofu um möguleika og áhrifamátt hátíða.

 

Til máls taka:

Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur

María Rut Reynisdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar

Ásgerður Gunnarsdóttir og Alexander Roberts, fyrrum listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival

Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra

Málstofa með Chiara Bersani

„Þú þarft ekki að skilgreina mig, ég skal sýna þér hvernig þú getur skilið mig. Ég tek ábyrgð á því að draga upp þá mynd sem heimurinn mun hafa af mér.“ - Chiara Bersani

Fimmtudaginn 17. nóvember mun sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Reykjavík Dance Festival standa fyrir málstofu með ítölsku sviðslistakonunni Chiara Bersani. Þar mun hin margverðlaunaða Bersani segja frá rannsóknum sínum og aðferðum sem höfundur og flytjandi sem hverfast í kringum “pólitíska líkamann”. Málstofan fer fram í Black Boxinu í Listaháskólanum, Laugarnesvegi 91 og er opin almenningi.