Class: 
color4

Samtal: Er feminísk framtíð möguleg í sviðslistunum?

Samtal: apap* - FEMINIST FUTURES - Er feminísk framtíð möguleg í sviðslistunum?

*apap - advancing performing arts project
 
Listaháskóli Íslands. Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Black Box.
Föstudaginn 17. nóvember - 10:45-12:00
Frítt.
Opið öllum, engin skráning.
Aðgengi: Í Listaháskólanun er hjólastólaaðgengi og aðgengileg klósett.
 

Söngkynning þriðja árs leikaranema í Þjóðleikhúskjallaranum

Verið velkomin á seinustu söngkynningu þriðja árs leikaranema næsta föstudag, 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17:00.
Miðapantanir eru fríkeypis og fara fram í gegnum tix.is (ath. aðeins er hægt að taka frá einn miða í einu).
Bekkurinn tekur fjölbreytt sólólög og hóplög í bland. Kynningin er um 1,5 klst, ekkert hlé.
 
Kennari: Kristjana Stefánsdóttir

Leiklestur fullur af lífi

Nemendur á öðru ári á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á opinn leiklestur mánudaginn 16. október n.k. kl. 20:00!
 
Undanfarnar vikur hafa nemendur spreytt sig á skapandi skrifum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur og er lokaafurð áfangans þrettán splunkuný sviðsverk, jafn mismunandi og þau eru mörg!
Hvert verk er um tíu mínútur að lengd og verða þau öll leiklesin af leikaranemum á öðru ári.
 

Platonov eftir Anton Chekhov - Leiktúlkun V

Verið velkomin á sýningu útskriftarnema af leikarabraut á verkinu Platonov eftir Anton Chekhov. Undanfarnar sex vikur hafa nemendur unnið að uppfærslunni í leikstjórn Shanga Parker.
 
Hvenær:
Fimmtudaginn 12. október 20:00
Föstudaginn 13. október 20:00
Laugardaginn 14. október 20:00
Sýningin er um 2 klst að lengd.
Hvar:
Listaháskóla Íslands - Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík

PRAXIS Sviðslistaþing LHÍ

Praxis er árlegt sviðslistaþing Listaháskóla Íslands. Þingið er vettvangur fyrir listrænar tilraunir, þekkingarsköpun og samtal milli fagvettvangsins og háskólasamfélagsins. Þannig er þingið staður fyrir sviðslistasenuna til að koma saman og deila aðferðum og/eða rannsóknum, og hugsa saman til framtíðar.
 
Fyrsta þingið verður haldið laugardaginn 16. september 2023 í húsnæði Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91, 105 Reykjavík.