Vinnustofa í borginni

Við dvöldum í húsum sem hafa færst um set og hvert skráargat á sína sérstöðu. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring en við … já við og við búum yfir djúpsálarlegum tíma. Eins skips skaði verður að annarra manna listasmíði og viðinn hríðrekur að landi. Milljón jarðir komast fyrir í sólinni og engin manneskja hefur setið á sama stað. Héðan úr staðgnóttinni glittir í staðfestur – héðan er alls að vænta.
 

Farvegir og Form - FF23384295U

Verið velkomin á útgáfuhóf 3.árs nema í grafískri hönnun þar sem bók, vefsíða og verk nemenda verða til sýnis. Vinnan er niðurstaða úr námskeiðinu Farvegir og Form sem kennt var í fjórða sinn nú fyrir áramót. 

Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundin viðeigandi farvegur.