FRED

The process of writing my MA thesis called forth echoes of the last time I wrote a master’s thesis: we used laboratory rats, implanting electrodes in rat brains and recording signals for a month, until scar tissue formed around the electrodes. Then we killed them, bled them out so the brain tissue would not be clotted with blood, decapitated them and sliced up the brains.
 
It was for knowledge.It was for discovery. It was (maybe?) for helping humanity. They were all named Fred.
 

Jökulrof

Ég finn fyrir mætti Sólheimajökuls þegar jökulvatnið rennur, heyri í dropunum og finn fyrir brakinu í ísnum. Jökullinn er lifandi — hann endurnýjar sig stöðugt. Jökullinn býr til ís á sama tíma og annar hluti hans bráðnar. Þessi endurtekna hringrás jökulsins breytir honum með tímanum, mótar landslagið undan honum, flytur jarðefni, slípar og rýfur í berggrunninn sem heldur honum uppi. Þessi hreyfing kallast jökulrof og merki um það má finna við skriðjökla eins og Sólheimajökul.

Af því þú spurðir ekki

Af því þú spurðir ekki
 
Svörin eru geymd í djúpri minningunni
Fjærlægðin sefar hugann
Minningabrot taka sér bólfestu í líkamanum
Reynslan hrúast upp óumbeðin
Þróast í djúpsára innri sorg
Grafin í djúpan farveg sálarinnar
Innilokuð og geymd og gleymd
Af því þú spurðir ekki
Verður raunveruleikinn huglægur
Endurtekin áföllin innbyrgð vakúmpökkuð
Hversdagslegur sársauki og vanmáttur
´Ovissan er eina þekkta stærðin
Öll ljósin hafa verið slökkt
Kyrrðin gefur hugarró