Nemendur sviðslistadeildar LHÍ sýna á Þingeyri
Dagana 20.-24. mars munu 2. árs nemendur úr leikara- og samtímadansnámi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands heimsækja Þingeyri. Á meðan á dvölinni stendur munu nemendur vinna að stuttum einleikjum undir handleiðslu kennaranna Halldóru Geirharðsdóttur og Péturs Ármannssonar.
