Samfélag markar sér stað – Landnám í gamla Vesturbænum
„Ég held þú getir ekki lifað án þess að vera skapandi“ Mikilvægi sköpunar í kennslustofunni og lífinu sjálfu.

re:fuse - Samsýning meistaranema í myndlist á Hjalteyri

Undanfarin sjö ár, hafa nemendur á fyrsta ári við meistaranám myndlistardeildar dvalið eina viku á Hjalteyri sem hluti af vinnustofu haustannar. Þau hafa sett upp sýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem saga verksmiðjunnar og sérstaða staðarinns er efniviður og viðfangsefni verka þeirra. Að þessu sinni fer Hrafnhildur Helgadóttir, myndlistarmaður með nemendum norður og leiðir námskeiðið ásamt Gústav Geir Bollasyni, myndlistarmanni og stofnanda Verksmiðjunnar. Verkefnið er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. 
 

Málþing um gervigreind og höfundarétt

Gervigreind hefur verið í umræðunni um árabil og reglulega berast fregnir af framþróun og aukinni úbreiðslu hennar hvarvetna. Sér í lagi hefur listsköpun verið í kastljósinu undanfarið, eftir því sem tækni hefur fleygt fram og notkun gervigreindar aukist hröðum skrefum á hinum ýmsu sviðum skapandi greina.

Samhliða þessu hafa eðlilega vaknað áleitnar spurningar, einkum varðandi hagnýtingu og höfundarétt varnings og verka sem til verða með atfylgi eða milligöngu gervigreindar, ekki síst með hliðsjón af listaverkum sem notuð eru til „þjálfunar“ gervigreindar.