Útskriftarhátíð LHÍ 2023

Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands fer fram dagana 20. apríl til 11. júní 2023

Hátíðin er efalaust einn af hápunktum menningarlífsins á höfuðborgarsvæðinu en þá fara fram fjölmargir viðburðir úr öllum deildum Listaháskólans.
Hér má finna yfirlit yfir viðburði á hátíðinni eftir deildum LHÍ: 
 
20.04. - 14.05.2023

Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands // Iceland University of the Arts Design film Festival

Fyrsta hönnunarkvikmyndahátíð Listaháskólans verður haldin í Norræna húsinu 4. til 6. maí. Opnun hátíðar mun eiga sér stað þann 4. maí kl.17:00. Á hátíðinni verða stuttmyndir eftir nemendur og kennara hönnunardeildar sýndar með umræðum á eftir.

Myndirnar sýna hvernig hönnuðir nýta kvikmyndamiðilinn til að lýsa viðfangsefni og hönnunarferli í verkefnum sínum, oft í formi frásagnagerðar sem veitir innsýn og ferskt sjónarhorn á efniviðinn.

 

VELFERÐ / WELL BEING: Fríða María Harðardóttir

VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2022-2023

 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Sjötti fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 25. apríl kl. 15-16. 
 
 
Fyrirlesari: Fríða María Harðardóttir, listgreinakennari.
 

Listsköpun sem vettvangur tenglsamyndunar og valdeflingar innan viðkvæmra hópa

Sneiðmynd - Uta Reichardt

Uta Reichardt is a transdisciplinary researcher, facilitator and teacher with a background in geography, risk analysis and visual arts. She will present her open lecture named DisasterArtist on Wedesday April 19th at 12:15 in lecture hall A, Þverholt 11.

In this lecture Uta would like to introduce her work around synergies that emerge from the dialogue between arts and science, with an emphasis on disaster risk research and sustainability science.