Urban Lab Breiðholt

Í námskeiðinu er fjallað um borgina og eiginleikar borgarumhverfis rannsakaðir. Fjallað er um hvernig manngert umhverfi er mótað af öflum sem rekja má til samfélagslegra og umhverfislegra þátta, þar sem félagsleg, pólitísk og efnahagsleg gildi eru mótandi ásamt landfræðilegum og veðurfarslegum þáttum. Viðfangsefni námskeiðsins í ár er Breiðholt. 

 

Sýningin verður haldin í Bakland, LHÍ Laugarnesi frá kl 17-19. Fljótandi veitingar í boði. Verið öll velkomin!

 

Kennarar: Sahar Ghaderi og Karl Kvaran

Elysium // Benjamín Kristján Jónsson

Benjamín Kristján Jónsson
Höfundurinn
Sviðslistadeild

————————

But to the Elysian plain and the bounds of the earth will the immortals convey thee, where dwells fair-haired Rhadamanthus, and where life is easiest for men. No snow is there, nor heavy storm, nor ever rain, but ever does Ocean send up blasts of the shrill-blowing West Wind that they may give cooling to men
- Homer. The Odyssey
 

Blokkuð // Devised sýningar 3 ár leikara

Að búa í blokk er eins og að búa í sögu, hver íbúð er kafli með upphafi, miðju og í sumum tilfellum endi. Hver íbúi er sín eigin aðalpersóna og lifir í sínum eigin heimi sem hefur sín sérstöku lögmál, hver og einn hefur sín eigin leyndarmál og langanir. Einbúar í fjölbýli gera þögult samkomulag um mörkin á milli veruleika sinna -  en stundum mást línurnar út: Eitthvað hendir sem kemur öllum við. Einhver fer yfir strikið; setur pappír í moltuna,  eða spjallar of lengi á ganginum. 

Hvernig á að búa saman, en samt ekki? 

Artist studio meeting, Katrín Þorvaldsdóttir // Ari Magnússon, MA Curatorial Practice

For over two decades Katrín Thorvaldsdóttir has conducted her own research and experiments to learn how to preserve seaweed as material, to use in art and design. The connection we all have to the ocean as the womb of the natural world has inspired and driven Katrín all her life. Her principle goal is to ensure the research can be passed on to the coming generations to utilize the kelp even further in the future.
 

Núlleyja - Sjónrænt samtal við samtímann þá og nú // Hekla Dögg Jónsdóttir

Núlleyja 

Sjónrænt samtal við samtímann þá og nú.

 
Hekla mun fjalla um sýninguna Null Island / Núlleyja,  sem opnaði nýverið í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, Sýningin er partur af sýningaröð safnsins þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi og fjallað er um ferilinn hennar í samhengi listasögunnar og samtímans.