Opinn fyrirlestur í myndlistardeild: Kevin Atherton

Opnin fyrirlestur í myndlistardeild: Kevin Atherton
Föstudaginn 5. maí kl. 13 Fyrirlestrarsal Laugarnesvegi 91
 
Kevin Atherton er fæddur á eyjunni Mön árið 1950. Hann vinnur með tímatengda miðla, gjörninga og videó í skúlptúrísku samhengi og kannar í verkum sínum samband raunveruleika og skáldskapar. Atherton er þekktur fyrir fjölda verka í almenningrými sem hann hefur gert hefur síðan á níunda áratugnum.
 

Opinn fyrirlestur í myndlistardeild: Andrew Taggart og Chloe Lewis

Í fyrirlestrinum munu listamennirnir Andrew Taggart og Chloe Lewis fjalla um list sína sem horfir m.a. til aðferða húsgagnasmíði og skáldskapar til að finna óvænt blæbrigði og nýja möguleika skúlptúrs. Lewis og Taggart kynna verk sín, ferla og hugsannir um skurðpunkta þess hagnýta við bókmenntaleg form.
 

Einstaklingsverkefni 2. árs sviðshöfunda

Í námskeiðinu vinna nemendur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ

Laugardaginn 29. apríl fer fram í Norðurljósum í Hörpu tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 2023, en sýningin er hluti af útskriftarhátíð Listaháskólans. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og útfærslu á fatalínu undir handleiðslu leiðbeinenda. Níu nemendur útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni.
 
Þau eru:
Guðmundur Ragnarsson
Magga Magnúsdóttir

Lungamjúkir skuggar

Lungamjúkir skuggar
Sýningarstjórn: Sunna Dagsdóttir
Listamenn: Victoria Björk, Sindri Dýrason, Sarah Degenhardt, Kamile Pikelyte, Oliver Wellmann, Galadriel Romero, D Rosen & Inari Sandell.
Arnarhlíð 1, 102 Reykjavík
 
Í Lungamjúkum skuggum kannar Sunna Dagsdóttir leiðir til siðferðilegrar sýningagerðar, m.a. með því að velja verk sem styðja við sjálfbærni, og gaumgæfa samspil mannvera og annarra lífvera og umhverfis þeirra.