,,Fegurðin í ófullkomleikanum"
,,Við erum að gera svona tónlist“
„Við erum öll búin til úr stjörnuryki”
Frelsi til menntunar: Sjálfstætt vídeó nám

Sýning fatahönnunarnema á 1. og 2. ári

Nemendur á 1. og 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni annarinnar. 
Nemendur fyrsta árs sýna flík sem þau hafa hannað og útfært með Arnari Má Jónssyni og gefa innsýn í hönnunarferlið.
Annað árið sýnir tilraunir og verkefni sem þau hafa unnið með E-textíl í nýsköpunaráfanga með Sophie Skach.
 
Öll velkomin í vinnustofur fatahönnunarnema á 2. hæð í Þverholti 11, fimmtudaginn 11. maí kl. 17-19.

Útskriftarviðburðir Listkennsludeildar LHÍ

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 12. og 13. maí.

Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin. 
 
 
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ            
Fyrirlestrar fara fram í Bergi - Aðalsalur  
 

Birkiverk // Birchcraft

Nemendur í vöruhönnun bjóða ykkur velkomin á sýninguna Birkiverk sem verður haldin í Skógaræktafélagi Kópavogs fimmtudaginn 11. maí milli 16:00-19:00. Þar verður hægt að sjá mismunandi verkefni nemenda sem eiga það sameiginlegt að tengjast birki á einn eða annan hátt.Síðan í febrúar hafa nemendur verið að vinna með og rannsaka íslenska birkið og hafa gert fjölbreyttar tilraunir út frá ólíkum sjónarhornum.

Afhjúpun: Keldur í nýju ljósi // Uncovering: Keldur in a new light

Opnun 10. maí, kl. 17:00 Öll velkomin

Nemendur á 2. ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna gagnvirka sýningu í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um eitt af elstu torfhúsum sem varðveitt hafa verið á Íslandi. Keldur á Rangárvöllum.

Með margvíslegum, skynrænum innsetningum gefum við gestum tækifæri til að upplifa hvernig daglegt líf var á Keldum og mikilvægi þessa staðar í samhengi við samtímann.

Sýning fer fram í Laugarnesi, stofu L-141 frá 10.-12. maí

//

Opinn fyrirlestur í myndlistardeild: Kevin Atherton

Opnin fyrirlestur í myndlistardeild: Kevin Atherton
Föstudaginn 5. maí kl. 13 Fyrirlestrarsal Laugarnesvegi 91
 
Kevin Atherton er fæddur á eyjunni Mön árið 1950. Hann vinnur með tímatengda miðla, gjörninga og videó í skúlptúrísku samhengi og kannar í verkum sínum samband raunveruleika og skáldskapar. Atherton er þekktur fyrir fjölda verka í almenningrými sem hann hefur gert hefur síðan á níunda áratugnum.