Sýning fatahönnunarnema á 1. og 2. ári

Nemendur í vöruhönnun bjóða ykkur velkomin á sýninguna Birkiverk sem verður haldin í Skógaræktafélagi Kópavogs fimmtudaginn 11. maí milli 16:00-19:00. Þar verður hægt að sjá mismunandi verkefni nemenda sem eiga það sameiginlegt að tengjast birki á einn eða annan hátt.Síðan í febrúar hafa nemendur verið að vinna með og rannsaka íslenska birkið og hafa gert fjölbreyttar tilraunir út frá ólíkum sjónarhornum.
Opnun 10. maí, kl. 17:00 Öll velkomin
Nemendur á 2. ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna gagnvirka sýningu í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um eitt af elstu torfhúsum sem varðveitt hafa verið á Íslandi. Keldur á Rangárvöllum.
Með margvíslegum, skynrænum innsetningum gefum við gestum tækifæri til að upplifa hvernig daglegt líf var á Keldum og mikilvægi þessa staðar í samhengi við samtímann.
Sýning fer fram í Laugarnesi, stofu L-141 frá 10.-12. maí
//