Appelsínur eru skip // Ráðhildur Ólafsdóttir

Einkasýning Ráðhildar Ólafsdóttur Appelsínur eru skip opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 21. október 14:00 - 17:00 & sunnudaginn 22. október 14:00 - 17:00
 
Fætur sem kunna ekki muninn á tá og hæl,
bláminn sem þú þekkir aðeins úr draumi,
appelsínur sem skína,
appelsínur sem eru skip,
óútskýranlegur og óafsakanlegur söknuður.
 

Leiklestur fullur af lífi

Nemendur á öðru ári á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á opinn leiklestur mánudaginn 16. október n.k. kl. 20:00!
 
Undanfarnar vikur hafa nemendur spreytt sig á skapandi skrifum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur og er lokaafurð áfangans þrettán splunkuný sviðsverk, jafn mismunandi og þau eru mörg!
Hvert verk er um tíu mínútur að lengd og verða þau öll leiklesin af leikaranemum á öðru ári.
 

Tilraun til endurgerðar á atburðarás 15 // Katla Björk Gunnarsdóttir

Einkasýning Kötlu Bjarkar Gunnarsdóttur Tilraun til endurgerðar á atburðarás 15 opnar 12. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi. 
 
Í þessari rannsókn eru [A] (atburðarásir) túlkaðar sem framvinda mannlegra athafna. Tegund framvindu er breytileg eftir [A] en atvik þarf að hafa átt sér stað sem hefur áhrif á [V] (viðfangsefnin). Áhrifin geta verið smávægileg.