Tak steininn, en gef ungann lausan // Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir

Einkasýning Írisar Evu Ellenardóttur Magnúsdóttur, Tak steininn, en gef ungann lausan, opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
Á fjalli nokkru er vatn,
lítið en afar djúpt
og í því synda steinar.
Brunnur með gullituðu vatni
Umluktur háum hömrum.
Við sjó,
þegar tungl er nítján nátta
og sól í fullu suðri.
Í gini ungans.
Á hellusteini
hlaupa smásteinar
og hoppa hvur yfir annan
eins og lömb að leika sér um stekk.

Ó + Við // Rúrí Sigríðardóttir Kommata

Einkasýning Rúrí Sigríðardóttur Kommata Ó + Við opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00* í Huldulandi, Laugarnesi.
 
Ó + Við
Ég vil ekki segja þér neitt fyrirfram,
svo þú getir fengið að svara því alveg sjálf(ur) um hvað þetta snýst.
Hvað þú mátt og mátt ekki gera.
Þetta sem þú vilt,
og þetta sem ég er að reyna að segja
án þess að segja,
eigum við saman.
Um það snýst þetta.
 

The Right to The City by Massimo Santanicchia

Massimo explains in this open lecture his work conducted in 2011 for the International Peace and Cooperation Centre IPCC.

IPCC is an independent Palestinian, non-profit organization which was established in Jerusalem in 1998. IPCC supports the development of a highly informed, competent and active Palestinian civil society that is capable of realizing its social, economic and political rights, through an integrative approach of research, urbanism, community engagement and capacity building.

Aflýst - Gestagangur - Uta Reichardt

Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Uta Reichardt is a transdisciplinary researcher, facilitator and teacher with a background in geography, risk analysis and visual arts. She will present her open lecture named DisasterArtist on Wedesday April 19th at 12:15 in lecture hall A, Þverholt 11.

In this lecture Uta would like to introduce her work around synergies that emerge from the dialogue between arts and science, with an emphasis on disaster risk research and sustainability science.

Söngkynning þriðja árs leikaranema í Þjóðleikhúskjallaranum

Verið velkomin á seinustu söngkynningu þriðja árs leikaranema næsta föstudag, 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17:00.
Miðapantanir eru fríkeypis og fara fram í gegnum tix.is (ath. aðeins er hægt að taka frá einn miða í einu).
Bekkurinn tekur fjölbreytt sólólög og hóplög í bland. Kynningin er um 1,5 klst, ekkert hlé.
 
Kennari: Kristjana Stefánsdóttir