Aflýst - Gestagangur - Uta Reichardt

Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Uta Reichardt is a transdisciplinary researcher, facilitator and teacher with a background in geography, risk analysis and visual arts. She will present her open lecture named DisasterArtist on Wedesday April 19th at 12:15 in lecture hall A, Þverholt 11.

In this lecture Uta would like to introduce her work around synergies that emerge from the dialogue between arts and science, with an emphasis on disaster risk research and sustainability science.

Söngkynning þriðja árs leikaranema í Þjóðleikhúskjallaranum

Verið velkomin á seinustu söngkynningu þriðja árs leikaranema næsta föstudag, 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17:00.
Miðapantanir eru fríkeypis og fara fram í gegnum tix.is (ath. aðeins er hægt að taka frá einn miða í einu).
Bekkurinn tekur fjölbreytt sólólög og hóplög í bland. Kynningin er um 1,5 klst, ekkert hlé.
 
Kennari: Kristjana Stefánsdóttir

Appelsínur eru skip // Ráðhildur Ólafsdóttir

Einkasýning Ráðhildar Ólafsdóttur Appelsínur eru skip opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 21. október 14:00 - 17:00 & sunnudaginn 22. október 14:00 - 17:00
 
Fætur sem kunna ekki muninn á tá og hæl,
bláminn sem þú þekkir aðeins úr draumi,
appelsínur sem skína,
appelsínur sem eru skip,
óútskýranlegur og óafsakanlegur söknuður.
 

Leiklestur fullur af lífi

Nemendur á öðru ári á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á opinn leiklestur mánudaginn 16. október n.k. kl. 20:00!
 
Undanfarnar vikur hafa nemendur spreytt sig á skapandi skrifum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur og er lokaafurð áfangans þrettán splunkuný sviðsverk, jafn mismunandi og þau eru mörg!
Hvert verk er um tíu mínútur að lengd og verða þau öll leiklesin af leikaranemum á öðru ári.