Leikarinn sem höfundur - 3.ár leikara

Námskeiðið Leikarinn sem höfundur byggist á því að nemendur takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra í skapandi og fræðilegum vinnubrögðum, skilningi og yfirsýn. Í námskeiðinu hafa nemendur unnið sjálfstætt undir handleiðslu Hilmis Jenssonar og er samvinnuverkefni deildarinnar með nemendum í Ritlist Háskóla Íslands að því að búa til einstaklingsverkefni sem þeir telja að endurspegli þá best sem listamenn í samhengi við sviðslistir samtímans. Nemendur hafa frjálsar hendur við val á viðfangsefni og nálgun og eru því ekki bundnir við fyrirfram gefið form eða innihald.

Málstofa/Public talks - Nekt í sviðslistum /Nudity in Performing Arts

Nekt í sviðslistum!
Hringborðsumræður

Sviðslistadeild Listaháskólans býður til hringborðsumræðna um nekt í sviðslistum. Þátttakendum verður skipt í hópa og ólíkar spurningar ræddar á hverju borði fyrir sig. Öllum er frjálst að koma með spurningar. 

Markmiðið er að skoða nekt í sviðslistum frá ólíkum sjónarhornum, að veita rými fyrir vangaveltur útfrá efninu og takast á við álitamál.

Umræðum stjórnar Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir, vinsamlegast athugið að umræðurnar fara fram á ensku. 

Nudity in performing arts
Round table dissussions

Háskóladagurinn 2018

Velkomin í LHÍ á Háskóladaginn!

 

Háskóladagurinn fer fram 3. mars næst komandi kl. 12-16. Þá mun Listaháskólinn kynna allt sitt námsframboð í Laugarnesinu. 

Inntökumöppur nemenda verða til sýnis þennan dag, nemendur og kennarar taka á móti áhugasömum umsækjendum, fyrirlestrar verða allan daginn í fyrirlestrasalnum. 

 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.