Framtíðarmúsík- Útgáfuhóf

Framtíðarmúsík 

Fyrsta íslenska bókin um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi

 
Síðastliðna tvo áratugi hefur mikil gerjun og endurnýjun átt sér stað á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér til rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu og tónlistarskólar leita eftir auknu samstarfi við skóla á ólíkum stigum.
 

Námskeiðsframboð í Opna Listaháskólanum- Kynning

KYNNING Á NÁMSKEIÐSFRAMBOÐI OPNA LISTAHÁSKÓLANS SKÓLAÁRIÐ 2018-2019

 
Í gegnum Opna listaháskólann getur fólk sótt námskeið í öllum deildum Listaháskóla Íslands.
 
Í fjölbreyttri námskeiðsflórunni er meðal annars hægt að sækja sér færni í að leika á ukulele, kynna sér tónlistarmanninn John Cage, styrkja raddbeitingu, tileinka sér grunnhandbrögð við tálgun úr ferskum við, læra að skrifa leikrit, fræðast um módernisma í myndlist eða alþjóðlega vöruhönnun, svo fátt eitt sé nefnt.