Reunion 2004, 2009 og 2014

Hollnemafélag Listaháskólans stendur um þessar mundir í fyrsta sinn fyrir árgangamóti.

Þeim sem tilheyra útskriftarárgöngum 2004, 2009 og 2014 er því boðið að koma og fagna 15 ára, 10 ára og 5 ára útskriftarafmælum sínum þann 19. janúar næstkomandi í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Rvk. 

 

Skráning fer fram í gegnum email, hollnemafelag [at] lhi.is

 

Útskriftaverk samtímadansara 2018 - Rita Maria Munos Farias

“Body in progress” er útskriftaverk eftir Ritu Mariu Muñoz Farias nema á samtímadansbraut. 

//

Rita Maria Muñoz Farias is a 3rd year dance student of the Contemporary Dance Practices at the department of Performing Arts at IUA this is her final project.

“Body in progress” is part experiment, performance, and a practice in the making. It came from the desire of wanting to start anew and the search towards an empty body. It has been inspired by myths, different movement and meditation practices, the ‘Death Positive Movement’, The White Book, and others.

Söngkynning 3. árs leikaranema

Leikaranemar á lokaári við Listaháskóla Íslands bjóða ykkur í söngveislu í Gamla Bíói mánudagskvöldið 10. desember kl. 20:30.
 
Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Nótt í leikhúsinu" en lög úr mismunandi söngleikjum eru þema kvöldsins;
Kabarett
Mamma Mia
Túskildingsóperan
Síldin kemur
svo eitthvað sé nefnt.
 
Ekki láta þessa söng-, dans- og leikveislu fram hjá þér fara!
 
Miðpantarir eru á tix.is

Jan Gehl í Gamla Bíói

Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl heldur fyrirlestur í Gamla bíói fimmtudaginn 15. nóvember nk.
kl. 17:00
í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar bókarinnar Mannlíf milli húsa (Livet mellem husene).

Í fyrirlestrinum setur Jan Gehl viðfangsefni bókarinnar í samhengi við þróun borga og byggða í samtímanum. Einnig fjallar hann um aðferðarfræðina sem bókin sprettur úr og áhrif hennar víða um heim.
 

Komdu í heimsókn! Opið hús í LHÍ

Það verður opið hús í öllum húsum LHÍ 9. nóvember kl. 13-17
Þennan dag opnar líka fyrir umsóknir á allar námsbrautir LHÍ!
 

Dagskrá

Sviðslistadeild, Myndlistadeild og Listkennsludeild
Laugarnesvegur 91

Leiðsagnir

kl. 14:00 og 15:00 Leiðsögn um húsið með nemendum úr myndlistardeild
 

Einkasýningar nemenda í myndlist á 3. ári

Leiðsögn um sýningarnar hefst kl. 15:00 í Nafla.