Noam Toran í Ásmundarsal | Gestagangur

Gestagangur 2019

Monsters, Anarchists and Indians
Ásmundarsalur 19. febrúar kl. 17:00

Noam Toran er bandarískur myndlistarmaður, fæddur árið 1975 í Las Cruces, Nýju Mexíkó. Hann býr og starfar í Rotterdam, Hollandi og kennir í Sandberg Institute, Amsterdam og HEAD listaháskólanum í Genf. Toran heimsækir Listaháskóla Íslands nú í febrúar og kennir nemendum í Meistaranámi í hönnun ásamt því að halda fyrirlestur í Ásmundarsal 19. febrúar næst komandi klukkan 17:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Leikarinn sem höfundur - 3.ár leikara

Leikarinn sem höfundur er námskeið er byggist á því að nemendur takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra í skapandi og fræðilegum vinnubrögðum, skilningi og yfirsýn. Í námskeiðinu vinna nemendur sjálfstætt undir handleiðslu kennara, sem að þessu sinni voru tveir - þeir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Hilmir Jensson, að því að búa til einstaklingsverkefni sem þeir telja að endurspegli þá best sem listamenn í samhengi við sviðslistir samtímans. Nemendur fengu frjálsar hendur við val á viðfangsefni og nálgun og voru því ekki bundnir við fyrirfram gefið form eða innihald.

Jafnréttisdagur háskólanna

Innflytjendur og háskólamenntun: samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn 

Fyrirlestrarsalur Veraldar í Háskóla Íslands.
Kl: 13:30-16:50.
 
13:30 Opnun málþings: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
 
13:40 Rannsóknarverkefnið Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar: Almenn kynning verkefnis: Hanna Ragnarsdóttir prófessor og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir