Íklædd Arkitektúr á Hönnunarmars

„Íklædd arkitektúr“

Nemendur á 3. ári á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands sýna verk sem unnin voru á mörkum arkitektúrs og fatahönnunar úr gardínuefnum af gömlum efnalager heimsþekkta textílframleiðandans Kvadrat, í boði og í samstarfi við Epal. Verkin eru hluti af sýningunni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd sem opnar 27. mars næst komandi klukkan 17:00 í Epal, Skeifunni í tenglsum við Hönnunarmars 2019.  

Karl Aspelund og Michael Morris á SkurðPunkti

Stefnumót nemenda í MA Hönnun við Karl Aspelund og Michael Morris

Nemendur og kennarar í MA námi í hönnun (MA Design: Explorations and Translations) við Listaháskóla Íslands standa fyrir viðburðinum SkurðPunktur á HönnunarMars 2019. Viðburðurinn fer fram í yfirgefnu verslunarhúsnæði Víðis, á Sólvallagötu 79 frá 26. mars – 31. mars.
SkurðPunktur er vettvangur fyrir heitar umræður, gagnrýni, andstæð sjónarmið, mismun, misfellur, annarleika, fjölbreytileika og margröddun, sem snúast um hönnun í samtímanum, erindi, ábyrgð og hlutverk hönnuða í dag.

AATB | Gestagangur

AATB
Objects not quite yet alive but also not dead

AATB er samstarfsverkefni Andreu Anner og Thibault Brevet sem útskrifuðust bæði frá ECAL og starfa sem stendur í Zurich og Marseille. AATB heimsækja Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands nú í mars til að kenna nemendum í vöruhönnun og grafískri hönnun ásamt því að halda fyrirlestur um verk sín og rannsóknir.