Class: 
color1

Sigurverk heilans

Siðfræðistofnun efnir til pallborðsumræðna og listasýningar laugardaginn 13. febrúar í Listasafni Reykjavíkur kl 13:30. Jóhannes Dagsson, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands verður meðal umræðu- og fundarstjóra og sýna þrír nemendur í BA námi myndlistardeilar verk sýn milli umræðna.

Einkasýning - Melanie Ubaldo

Föstudaginn 11. desember opnar einkasýning Melanie Ubaldo kl. 17 í Kubbnum, sýningarrými myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Títill sýningarinar er “litla sæta asíska stelpan”
 

Ósnotur maður

er með aldir kemur,

það er best að hann þegi.

Engi það veit

að hann ekki kann,

nema hann mæli til margt.

Veit-a maður

hinn er vækti veit,

FLÖTUR

Níu nemendur í BA námi myndlistardeildar opna sýninguna FLÖTUR í (gamla) Kling & Bang, Hverfisgötu 42, laugardaginn 12. desember kl. 16.-18.

Nemendur á öðru ári í BA námi myndlistardeildar sem hafa sótt námskeið í umsjá Erling T.V. Klingenberg, Flötur sýna lokaniðurstöðu vinnu sinnar á þessari önn á sýningunni  FLÖTUR  í (gamla) Kling & Bang, Hverfisgötu 42.  Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 12. desember kl. 16.00

VIÐ MOKUÐUM TRÖPPURNAR

Tíu nemendur í BA námi myndlistardeildar opna sýninguna Við mokuðum tröppurnar í Listasafni Einars Jónssonar, föstudaginn 4. desember kl. 17.-21.

Nemendur á öðru ári í BA námi myndlistardeildar sem hafa sótt námskeið í umsjá Heklu Daggar Jónsdóttur, Tími sýna afrakstur vinnu sinnar á sýningunni Við mokuðum tröppurnar í Listasafni Einar Jónssonar, Eiríksgötu 3.  Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 4. desember kl. 17. - 21.

Kennarar námskeiðsins eru þau Sigurður Guðjónsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir.