Class: 
color1

Tak steininn, en gef ungann lausan // Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir

Einkasýning Írisar Evu Ellenardóttur Magnúsdóttur, Tak steininn, en gef ungann lausan, opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
Á fjalli nokkru er vatn,
lítið en afar djúpt
og í því synda steinar.
Brunnur með gullituðu vatni
Umluktur háum hömrum.
Við sjó,
þegar tungl er nítján nátta
og sól í fullu suðri.
Í gini ungans.
Á hellusteini
hlaupa smásteinar
og hoppa hvur yfir annan
eins og lömb að leika sér um stekk.

Ó + Við // Rúrí Sigríðardóttir Kommata

Einkasýning Rúrí Sigríðardóttur Kommata Ó + Við opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00* í Huldulandi, Laugarnesi.
 
Ó + Við
Ég vil ekki segja þér neitt fyrirfram,
svo þú getir fengið að svara því alveg sjálf(ur) um hvað þetta snýst.
Hvað þú mátt og mátt ekki gera.
Þetta sem þú vilt,
og þetta sem ég er að reyna að segja
án þess að segja,
eigum við saman.
Um það snýst þetta.
 

Appelsínur eru skip // Ráðhildur Ólafsdóttir

Einkasýning Ráðhildar Ólafsdóttur Appelsínur eru skip opnar 19. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 21. október 14:00 - 17:00 & sunnudaginn 22. október 14:00 - 17:00
 
Fætur sem kunna ekki muninn á tá og hæl,
bláminn sem þú þekkir aðeins úr draumi,
appelsínur sem skína,
appelsínur sem eru skip,
óútskýranlegur og óafsakanlegur söknuður.
 

Tilraun til endurgerðar á atburðarás 15 // Katla Björk Gunnarsdóttir

Einkasýning Kötlu Bjarkar Gunnarsdóttur Tilraun til endurgerðar á atburðarás 15 opnar 12. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi. 
 
Í þessari rannsókn eru [A] (atburðarásir) túlkaðar sem framvinda mannlegra athafna. Tegund framvindu er breytileg eftir [A] en atvik þarf að hafa átt sér stað sem hefur áhrif á [V] (viðfangsefnin). Áhrifin geta verið smávægileg.