Class: 
color1

Bátur, setning, þriðjudagur // BA myndlistarnemar á Seyðisfirði

Verið velkomin á sýningaropnun myndlistarnema LHÍ í Skaftfelli á föstudaginn 26. janúar klukkan 17.00 til 20.00 í galleríi Skaftfells.
 
Sýningin 'Bátur, setning, þriðjudagur' er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur þriðja árs nema hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns, sem dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth.

Vinnustofa í borginni

Við dvöldum í húsum sem hafa færst um set og hvert skráargat á sína sérstöðu. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring en við … já við og við búum yfir djúpsálarlegum tíma. Eins skips skaði verður að annarra manna listasmíði og viðinn hríðrekur að landi. Milljón jarðir komast fyrir í sólinni og engin manneskja hefur setið á sama stað. Héðan úr staðgnóttinni glittir í staðfestur – héðan er alls að vænta.
 

Artist studio meeting, Katrín Þorvaldsdóttir // Ari Magnússon, MA Curatorial Practice

For over two decades Katrín Thorvaldsdóttir has conducted her own research and experiments to learn how to preserve seaweed as material, to use in art and design. The connection we all have to the ocean as the womb of the natural world has inspired and driven Katrín all her life. Her principle goal is to ensure the research can be passed on to the coming generations to utilize the kelp even further in the future.
 

Núlleyja - Sjónrænt samtal við samtímann þá og nú // Hekla Dögg Jónsdóttir

Núlleyja 

Sjónrænt samtal við samtímann þá og nú.

 
Hekla mun fjalla um sýninguna Null Island / Núlleyja,  sem opnaði nýverið í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, Sýningin er partur af sýningaröð safnsins þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi og fjallað er um ferilinn hennar í samhengi listasögunnar og samtímans.