Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Verkefnið Misbrigði var haldið í ellefta sinnt með glæsibrag þann 30. október síðastliðinn. Verkefnið er afrakstur nemenda á 2. ári í fatahönnun við skólann og er unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Markmið Misbrigðis er að kanna leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með aðferðum hönnunar og vekja athygli á vaxandi vandamáli textílsóunar.
Á tímum þar sem fataframleiðsla fer langt fram úr raunverulegri þörf og mengun af völdum tísku- og textíliðnaðarins hefur náð hættulegum hæðum, er mikilvægt að huga að sjálfbærni og nýtingu. Misbrigði leggur áherslu á skapandi endurnýtingu, þar sem gömul efni og flíkur fá nýtt líf í gegnum hönnun og faglega nálgun nemenda.
Á sýningunni komu fram eftirfarandi nemendur með einstök verk sem öll byggðu á endurnýtingu og frumleika:
Verkin sýndu fjölbreyttar nálganir á endurnýtingu textíls og voru vitnisburður um að umhverfisvitund og sköpunargleði geta farið saman. Með Misbrigði er ekki aðeins verið að skapa nýjan fatnað, heldur einnig nýja sýn á framtíð tískunnar.
Fatalínur nemendanna verða til sýnis í Fjöru, Stakkahlíð, dagana 14.–16. nóvember, þar sem almenningur fær tækifæri til að skoða verkin nánar og kynnast hugmyndafræðinni á bak við þau. Sýningin í Fjöru er framlenging á verkefninu og gefur innsýn í hvernig hönnun getur stuðlað að sjálfbærari framtíð.
Myndir: Eygló Gísladóttir