Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Sigurvegarar keppninnar Ungir einleikarar 2026 hafa nú verið valdir, en í gær lauk lokaumferð keppninnar og hlutu fjórir keppendur sigur í ár. Þau munu koma fram sem einleikarar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu föstudaginn 24. apríl 2026.
Í dómnefnd síðari umferðar keppninnar sátu Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari, Steinunn Vala Pálsdóttir, flautuleikari, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, söngkona, og Tryggvi M. Baldvinsson, listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Keppnin Ungir einleikarar er mikilvægur vettvangur fyrir unga tónlistarmenn á Íslandi og veitir sigurvegurum einstakt tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynna hæfileika sína fyrir breiðum hópi áheyrenda. Í ár sóttu alls 17 keppendur um og var hópur þátttakenda afar fjölbreyttur að vanda.
Ungir einleikarar er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og LHÍ en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik í Eldborg, Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er hinn svissneski Baldur Brönnimann sem er aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Konunglegu fílharmóníusveitarinnar og tónlistarháskólans í Galisíu á Spáni.

Sigurvegarar Ungra einleikara 2026
Halldóra Ósk Helgadóttir, söngur
W.A. Mozart – Vorrei spiegarvi, oh dio
Leonard Bernstein – Glitter and be Gay úr Candide
Giacomo Puccini – Quando m’en vo úr La Bohéme
Franz Lehár – Einer wird kommen úr Der Zarewitsch
Jonathan Dove- It’s my wedding úr The Enchanted Pig
Lilja Hákonardóttir, flauta
Jacques Ibert – Flautukonsert
Matthildur Traustadóttir, fiðla
Alexander Glazunov – Fiðlukonsert í A moll, Op. 82
Mariann Rähni, píanó
George Gershwin – Píanókonsert í F-dúr
Við óskum sigurvegurunum hjartanlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá þau á tónleikum í Eldborg, Hörpu 24. apríl 2026 kl. 19:30.