Dagur í lífi C02VF4SSHV2L

Tölvan þekkir staðsetningu sína en skynjar ekki efnislegt umhverfi sitt né hið daglega líf sem þar á sér stað. Verkið hverfist um samband fartölvu og ungrar konu, sem tekur að sér að miðla því sem tölvan getur ekki skynjað í formi dagbókarfærslna sem spanna sólarhring í lífi þeirra. Samskiptin byggjast á forritun, því formi sem kemst næst frumtungumáli tölvunnar. Innihald dagbókarfærslnanna markar rýmið sem tölvan hefur til þess að velja sjálf þau hnit sem gera grein fyrir skynjun hennar á raunheiminum, sem hún tjáir svo í formi línuteikninga. Steypuskúlptúrar eru unnir upp úr teikningum tölvunnar. Í gegnum samband sitt við konuna hefur tölvan þannig raunveruleg efnisleg áhrif á umhverfi sitt. Raunheimurinn er tölvugerður og tölvan manngerð.
 

4._salome_bregt_hollanders_salomebregthgmail.com-14.jpg