Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Þorbjörg Daphne Hall, prófessor í tónlistarfræðum, og rannsóknarverkefnið sem hún leiðir, Building Bridges Through Collaboration, stóð fyrir ráðstefnu um aðferðir (e. pedagogy) í samfélagsmiðuðum tónlistarverkefnum í York í nóvember.
Ráðstefnan var í samstarfi við International Centre for Community Music og York St. John háskólann. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths stundakennari við LHÍ og rannsakandi í rannsóknarverkefninu var lykilfyrirlesari og leiddi skapandi verkefni og tveir meistaranemar í verkefninu, Sunna Guðlaugsdóttir og Cath Stephens voru með fyrirlestra.
Ráðstefnan var mikilvægt innlegg inn í rannsóknarverkefnið þar sem hluti af því snýr að því að greina og skilja listræna vinnu með fjölbreyttum rannsóknaraðferðum. Rannsóknarverkefnið Building Bridges Through Collaboration er styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs og er hýst af Listaháskóla Íslands.