Sálufélagar 

Hvað er ást? 

Elskan ekki meiða mig 

Ekki meiða mig meir 

Ég veit ekki hví þú ert ekki hér 

Ég gef þér allt, en þér er sama 

Hvað er rétt og hvað er rangt? 

Sýndu mér tákn 

Ég skil ekki, hvað get ég gert? 

Hvað annað get ég sagt, það veltur á þér 

Ég veit við erum eitt, bara ég og þú 

Ég get ekki meir 

Ég vil engan annan 

Þetta er okkar líf, okkar tími 

Við erum saman og ég þarfnast þín alltaf 

Er þetta ást? 

 

„What is Love?“ e. Haddaway (íslensk þýðing) 

 

Nína Hjálmarsdóttir vinnur verk sín í samsköpun, út frá skilgreindu þema. Hún sækir innblástur sinn m.a. í myndlistarleikhús, dans, kvikmyndir, tónlist, eigin reynsluheim og nánasta umhverfi. Mörk raunveruleikans og sviðssetning hans í leikhús eru Nínu hugleikin. Yrkisefni sem standa henni nærri eru m.a. sjálfið, manneskjan og hegðun hennar, samskipti okkar allra. Og svo er það ástin og hinar margslungnu hliðar hennar.

Verkið var frumsýnt 20.maí í Smiðjunni. 

https://vimeo.com/168764213