Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Kvikmyndagerð BA

Decor overlay

Það segja sögur er eitt grundvallaratriði mennskunnar, og kvikmyndagerð er helsti frásagnarmiðill okkar tíma. Hjá okkur lærir þú aðferðir og tungumál kvikmyndanna, til segja þær sögur sem skipta þig máli.  

  • Opnað fyrir umsóknir

    9. janúar 2024

  • Umsóknarfrestur

    12. apríl 2024

  • Umsóknum svarað

    Maí / júní 2024

  • Skrásetningargjald

    Skoða nánar

  • Nafn námsleiðar

    Kvikmyndagerð BA

  • Nafn gráðu

    BA

  • Einingar

    180 ECTS

  • Lengd náms

    6 annir – 3 ár

Information is provided in Icelandic for study programmes that have Icelandic as the primary language of instruction.

Um námið

BA nám í kvikmyndagerð er 180 eininga námsleið sem er hugsuð fyrir þá sem hafa nú þegar lokið stúdentsprófi, sýna áhuga eða hæfileika í myndrænni frásögn, og óska þess að starfa við kvikmyndagerð eða hyggjast fara síðar í framhaldsnám.  

Námið leggur áherslu á lykilstöður í kvikmyndagerð, en býður þó uppá fjölbreytta menntun á sex fagsviðum – leikstjórn, handritagerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippi og hljóði. Nemendur öðlast fyrst og fremst menntun í leikinni kvikmyndagerð, en fá einhverja þjálfun þó í gerð heimildamynda.  

Fyrir utan að færa nemendum þau verkfæri sem fagið krefst, leitast deildin við að þróa og þroska skapandi samstarf á milli fagsviða, að hvetja nemendur til að beita gagnrýnni hugsun á sín eigin verk og listformið almennt, og þjálfa nemendur í að gefa og þiggja uppbyggilega gagnrýni á öllum sviðum.  

Deildin hvetur sömuleiðis til ábyrgðarfullra vinnuaðferða og sjálfbærni í kvimyndagerð, og tekur fagnandi á móti þeim áskorunum sem fylgja nýrri tækni. 

Uppbygging náms  

BA námið í Kvikmyndagerð spannar þrjú ár. Á fyrsta skólaári taka allir nemendur sömu námskeiðin, og hver nemandi er höfundur að fjölmörgum æfingum sem eru hannaðar til að þjálfa undirstöðuatriðin í sex hefðbundum fagsviðum kvikmyndagerðar.  

Nemendur hefja annað árið á því að búa til stuttar heimildamyndir. Restin af skólaárinu er síðan helguð gerð fyrstu „almennilegu“ leiknu stuttmynd hvers og eins. Í gegnum þetta ferli byrjar hver nemandi að fikra sig nær sínu áherslufagi, í gegnum sérhæfða valáfanga.   

Á þriðja árinu öðlast nemendur reynslu af atvinnulífinu í gegnum starfsnám, skrifa BA ritgerð, framkvæma lokaverkefnið sitt, og byrja að huga að lífinu eftir útskrift.  

Að loknu námi

Í lok námsins munu nemendur hafa öðlast víðtæka undirstöðuþekkingu á sex hefðbundum fagsviðum kvikmyndagerðar, sem og aukna þekkingu á völdu sérsviði. Þau munu búa yfir þeirri kunnáttu sem fagið krefst og/eða til að hefja framhaldsnám í kvikmyndagerð.  

Umsóknar- og inntökuferli

  • Rafræn umsókn er fyllt út í umsóknargátt.
  • Athugið: fylla þarf út alla stjörnumerkta reiti og hengja við þau skjöl sem óskað er eftir, greiða umsóknargjald og staðfesta umsókn.
  • Staðfest afrit af prófskírteini (ljósrit gildir ekki) með stimpli frá viðkomandi skóla og skannað námsferilsyfirlit og hengt við rafræna umsókn.
  • Ef fylgiskjöl eru ekki í lagi, fær umsækjandi póst og möguleika á að lagfæra umsóknina.
  • Umsækjandi fær staðfestingu á að rafræn umsókn sé fullgild.

Inntökunefnd sem skipuð er fagaðilum af vettvangi kvikmyndagerðar og/eða kennurum við kvikmyndalistadeild, fer yfir allar umsóknar frá umsækjendum sem uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar.

 

  • Inntökuferli

    Þeim sem komast í úrtakshóp er síðan boðið í viðtal. Viðtalið hefur þann tilgang að kanna áhuga umsækjenda á tilvonandi námi, afstöðu og viðhorf til kvikmyndagerðar og hugmyndir um eigin verk. Umsækjandi má gera ráð fyrir því að þurfa að veita nánari upplýsingar um þau atriði sem fram koma i umsókninni, og sérstaklega að vera tilbúinn að ræða þau skapandi verk sem hann sendi inn. Fyrir þá umsækjendur sem staddir eru erlendis eða geta einhverra hluta vegna ekki mætt í eigin persónu, er boðið er upp á viðtal við inntökunefnd í gegnum fjarfundarbúnað.

    Árgangur viðkomandi árs er svo valinn úr hópi þeirra sem boðið var í viðtal. Þeir umsækjendur sem fá boð um skólavist þurfa að staðfesta með því að greiða staðfestingargjald. Gjaldið er óafturkræft en fer upp í skólagjöld fyrstu annar. Úrskurður inntökunefndarinnar er endanlegur og er nefndinni ekki skylt að gefa nánari skýringar á úrskurði sínum.

  • Inntökuskilyrði

    Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Æskilegt er að umsækjendur hafi í sínu framhaldsskólanámi sótt námskeið sem tengjast kvikmyndagerð, en slíkt er þó ekki skilyrði. Í einstaka tilvikum er Listaháskólanum heimilt að veita umsækjendum inngöngu í skólann sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms, en þó er miðað við að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.

    Kennslutungumálið er að mestu leyti íslenska. Einstaka námskeið eru þó kennd á ensku og því er þess vænst að nemendur séu færir um að skilja, rita og tala bæði tungumál.

Leiðbeiningar

Með umsókn í bakkaklárnám í kvikmyndagerð skulu eftirfarandi skjöl fylgja:

  • 1. Ferilskrá

    Skylda

    Ferilskráin skal upplýsa okkur um menntun, starfsreynslu og aðra áfanga í þínu lífi.

  • 2. Greinagerð

    Skylda

    Segðu okkur frá þér og af hverju þú ert að sækja um í kvikmyndalistadeild Listaháskólans. Hvers vegna viltu starfa í kvikmyndagerð? Af hverju ættir einmitt þú að fara í þetta nám, einmitt núna? (Vertu skapandi!)

  • 3. Prófskírteini

    prófskírteini eða diploma skjöl vegna annarrar menntunar sem þú hefur sótt þér.

  • 4. Önnur skjöl (valkvætt)

    Umsækjanda er frjálst að hlaða upp öðrum skjölum sem hann telur eiga erindi, eða gætu stutt við umsóknina.

  • 5. Ferilmappa

    Þetta er skapandi hluti umsóknarinnar, til að gefa okkur tækifæri til að kynnast hæfni þinni og hæfileika á þessu sviði.

    Á einu PDF skjali, sendu inn eftirfarandi tvö sýnishorn af þinni vinnu:

    1. Ritaður texti, að hámarki 3 blaðsíður: Segðu okkur sögu á því ritaða formi sem þú kýst (handrit, ítarlegur söguþráður, smásaga, etc). Sagan á að innahalda að minnsta kosti eina persónu, einn sögustað, og á öll að gerast á einum degi.

    2. Sjónræn frásögn: Búðu til sögu með 10 myndum (þínum eigin myndum eða úr safni e-s annars). Í stuttum texta – mesta lagi hálf síða – skaltu útskýra verkið og hugsunina á bakvið það. Athugaðu þó að myndirnar eiga að segja söguna og geta staðið sjálfar; m.ö.o. við eigum ekki að þurfa textann til að skilja frásögnina.

  • 6. Tenglar (valkvætt)

    Umsækjandi getur sent okkur tengla á sín fyrri verk, kvikmyndir, myndbönd, eða önnur skapandi verkefni sem hann telur að gætu stutt við umsókn sína.