Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Guðrún Elsa ráðin lektor og fagstjóri fræðigreina í kvikmyndalistadeild

  • 6.febrúar 2024

Guðrún Elsa Bragadóttir hefur verið ráðin í stöðu lektors í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild og mun hún gegna hlutverki fagstjóra fræðigreina.

Guðrún Elsa Bragadóttir er kvikmynda- og bókmenntafræðingur, fædd árið 1986. Hún hlaut meistaragráðu frá SUNY Buffalo árið 2016 og doktorsgráðu frá sama skóla árið 2021, en doktorsritgerð hennar fjallaði um hinsegin kvenleika, árásargirni og húmor í kvikmyndum og annarri listsköpun. Þar áður lærði hún bókmennta- og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi árið 2011 og MA prófi árið 2013. Síðan árið 2017 hefur hún kennt kvikmyndafræði í Tækniskólanum og Háskóla Íslands, en frá og með haustinu 2022 hefur hún starfað sem aðjúnkt og fagstjóri fræða við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Auk kennslu hefur hún starfað sem kvikmyndagagnrýnandi, flutt erindi á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og birt greinar í íslenskum og erlendum fræðiritum, meðal annars um stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð í bókinni Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power (Palgrave Macmillan, 2020). Um þessar mundir vinnur hún að bók um Guðnýju Halldórsdóttur, kvikmyndagerðarkonu, ásamt Kristínu Svövu Tómasdóttur.

Við óskum henni til hamingju og hlökkum til samstarfsins.