Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Kall eftir ágripum – Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum

  • 3.mars 2025

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Þar verður fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum.   Varpað verður ljósi á mikilvægi frumkvöðla og staðbundna þróun til að stuðla að sjálfbærni og þrautseigju í jaðarbyggðum.

RSG stendur fyrir ráðstefnunni  í samstarfi við Árnastofnun og  rannsóknarverkefnið IN SITU sem er styrkt af Horizon Europe og fjallar um áhrif menningar og skapandi greina á svæðisbundna nýsköpun í landsbyggðum.

Smellið hér fyrir frekar upplýsingar og til að senda inn ágrip. Ráðstefnan fer fram á ensku og fylla þarf út umsóknareyðublaðið á ensku. Frestur til að skila inn tillögum rennur út á miðnætti mánudaginn 24. mars.