Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Íslenskir og norrænir fræðimenn kynna Compassion Revolution á CILECT-ráðstefnunni í Mexíkó

  • 10.desember 2025

Frá 27. til 31. október 2025 fór fram CILECT-ráðstefnan í Guadalajara, Mexíkó, þar sem kennarar og stjórnendur kvikmyndaskóla alls staðar að úr heiminum komu saman. Á ráðstefnunni kynntu Steven Meyers og Jan Nåls frá Arcada-háskólanum í Helsinki ásamt Hanne Westgård frá Kristiania-háskólanum í Ósló sameiginlegt rannsóknarverkefni sitt, Compassion Revolution.

Verkefnið snýst um að efla samkennd og umhyggju í kvikmyndamenntun bæði í kennslu, stjórnun og daglegu starfi. Kynningin var í formi vinnustofu sem teymið er að þróa með það markmið að skapa umhverfi þar sem samkennd og mannleg tengsl eru í forgrunni.

CILECT er alþjóðlegt samstarfsnet kvikmyndaskóla og ráðstefnan er einn stærsti vettvangur heims fyrir faglegt samtal um kennslu í kvikmyndagerð.