Helga María Guðmundsdóttir

Bakkalárnám í hljóðfæraleik
heelga.jpeg
 

Helga María Guðmundsdóttir lýkur Bakkalárnámi í hljóðfæraleik frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Útskriftartónleikar hennar fara fram í Lindakirkju laugardaginn 6.maí kl.14:00.

Flytjendur //

Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó
Þórhildur Hólmgeirsdóttir, píanó
Edda Óskarsdóttir, klarinett
 

Helga María Guðmundsdóttir

Helga María stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Ásdísi Arnardóttur og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Þar tók hún þátt í ýmsum verkefnum og fékk m.a. að spreyta sig í hljómsveitarleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún útskrifaðist þaðan með framhaldspróf vorið 2019.

Helga hefur undanfarin þrjú ár stundað nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Sigurðar Bjarka Gunnarssonar í klassískum hljóðfæraleik. Á þessum tónleikum verður afrakstur síðustu þriggja ára fagnað þar sem leikin verða verk eftir Bach, Brahms og Shostakovich.