Stertabenda –u, ur kvk 

busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, handaskol, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám, þvarg; getulaus hross farið í stertabendu 

„Svona yfir það heila gætum við sagt að það sé allt í lagi með okkur, er það ekki?” 

Verkið heitir Perplex á frummálinu og var frumsýnt í Schaubühne árið 2010, í leikstjórn höfundarins, Marius von Mayenburg. Það fjallar um leikhúsmiðilinn og sig sjálft; fjóra leikara sem keppast við að sigra sýninguna með öllum ráðum. Það aðlagast óþægilega vel að íslenskum veruleika árið 2016, þar sem þjóðarstoltið situr pikkfast í hálsinum eins og þungur grátkökkur og hugmyndirnar sem við höfðum um okkur sjálf mígleka og molna þegar við reynum að ná utan um þær aftur. 

Gréta Kristín vinnur með leikstjórnaraðferðir á mörkum realisma og blandar saman tækjum úr vopnabúri rússneskrar hefðar sálfræðilegra greiningarkerfa og þýskrar framandgervingar til þess að rannsaka þolmörk og snertipunkta hvors um sig. 

Hún leitar fanga í hefðinni, bókmenntum, feminískri og lesbískri gagnrýni, absúrd leikhúsi og hinsegin leikhúsi. Gréta sækir innblástur innávið og út í samfélagið, í ríkjandi hugmynda,- og valdakerfi, brostnar vonir og óra um einingu fólks. Og til Ninu Simone.

Verkið var frumsýnt 22.maí í Smiðjunni

https://vimeo.com/168226009