Tónsmíðanámið í LHÍ er frábært. Við deildina starfar okkar allra besta fólk, frábær tónskáld, listamenn og fræðafólk. Það er dýrmætt að hafa svona vandaðar fyrirmyndir sem leggja sig mikið fram um að hjálpa manni að þróa eigin aðferðir og finna sinn tón.

Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónskáld

LHÍ hefur reynst mér mjög vel, ég hef lært heilan helling og þróað mína list. Þetta hefur verið frábært ferli og fólkið sem ég hef kynnst munu vera ævilangir vinir mínir. Bæði kennarar og aðrir nemendur.

Magni Freyr Þórisson, tónskáld

Ómkvörnin vorið 2019

Ómkvörnin, uppskerutónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, verður haldin í Iðnó dagana 14. og 15. maí næstkomandi.

Um er að ræða spennandi tónleika þar sem flutt verða verk eftir nemendur í tónsmíðadeild og laga- og textasmíðum. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur 14. maí kl. 20:00: Hljóðfæratónsmíðar

Miðvikudagur 15. maí kl. 17:30: Nýmiðlar

Miðvikudagur 15. maí kl. 20:00: Laga- og textasmíðar

Bjarki Hall: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftarverk Bjarka Hall af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ verður flutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi, miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20. Á sömu tónleikum verða einnig flutt útskriftarverkefni  Magna Freys Þórissonar . Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

„Útskriftarverkið mitt er afrakstur rannsókna á míkrótónum og nýrra möguleika sem bjóðast flytjendum og tónskáldum á nýrri tækniöld. Í verkinu er skeytt saman auðstillanlegum hljóðfærum (blásturs- og strengjahljóðfærum) og torstillanlegum hljóðfærum (píanóum).

Magni Freyr Þórisson: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Magna Freys Þórissonar frá LHÍ fara fram frá Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 8. maí kl. 20. Á tónleikunum verður einnig flutt verkeftir Bjarka Hall sem erað útskrifast með BA-próf af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ. Ókeypis er á tónleikana og öll velkomin.

„Verkin mín heita Breath of the Earth og Death of the Earth og eru samin fyrir 12 manna hljómsveit. Þau eru andstæður; hið fyrra fjallar um myndun jarðar en hið seinna um eyðileggingu hennar.