Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Útskriftarviðburður listkennsludeildar vor 2025

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði þriðjudaginn 13. maí. Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín. Dagskrá er opin öllum.

Útskriftarnemendur

Auður Anna Kristjánsdóttir
Bragi Hilmarsson
Hildur Sumarliðadóttir
Katrín Helga Andrésdóttir
Thora Karlsdottir

Dagskrá

10.30.-10.55 Hús opnar
10.55.-11.00 Deildarforseti setur viðburð
11.00.-11.30 Auður Anna Kristjánsdóttir Litagleði og tilfinningar – Að tengjast líkamanum og tilfinningum í gegnum liti, hreyfingu og sköpun.
11.30-12.00 Bragi Hilmarsson Samtímalist í íslenskum grunnskólum

12.00-13.00 Hádegishlé

13.00-13.30 Hildur Sumarliðadóttir UPP, UPP OG SNÚ – Valdeflandi vinnusmiðja og námsvefur fyrir framhaldsskóla.
13.30-14.00 Katrín Helga Andrésdóttir Unglingar sem elska ekki grunnskóla – Valdefling með hálf-formlegu listnámi utan skólaveggja
14.00-14.30 Thora Karlsdottir Dæmdu mig, ég geng á glerinu – Heimildarkvikmynd sem lýsir reynslu móður drengs sem þróar með sér fíknisjúkdóm

 

Hægt verður að horfa á heimildarkvikmyndina Dæmdu mig, ég geng á glerinu á meðan kynningum stendur í LHÍ Hamri og svo verður sérstök sýning á myndinni kl. 17 sama dag í LHÍ Laugarnesi, opin öllum.