Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Sandkastalar – efnisskoðun og frásagnarlist.

Nemendur á öðru ári í arkitektúr, myndlist og vöruhönnun bjóða til örsýningar á verkefnum sem þau hafa unnið að í kúrsinum Sandkastalar – efnisskoðun og frásagnarlist.

Verkefnin endurspegla tilraunir með efni, form og frásagnir, þar sem hugmyndir eru mótaðar, brotnar upp, endurhugsaðar og byggðar upp á ný. Sýningin er lifandi gluggi inn í skapandi ferli nemenda og gefur innsýn í fjölbreyttar nálganir þeirra á efnisheim og sögugerð.

Föstudagur 16. janúar
Kl. 15:00–17:00
Fjara, Stakkahlíð

Öll velkomin

Aðrir viðburðir

: ?>