Annars árs nemendur í fatahönnun LHÍ unnu að verkefninu Misbrigði í samstarfi við Rauðakrossinn þar sem þau hönnuðu fatalínu úr ósöluhæfum textíl. Nú hafa nemendur unnið verkefnið áfram þar sem fötin hafa verið samþætt listrænni tjáningu í formi innsetningar. Innsetningin er staðsett í Fjöru, Stakkahlíð og mun standa yfir frá og með klukkan 18:00 föstudaginn 14. nóvember til sunnudags 16.nóvember.
Opnunartímar sýningarinnar eru þessir:
14. nóvember 18:00 – 20:00
15. nóvember 12:00 – 16:00
16. nóvember 12:00 – 16:00
Nemendurnir sem sýna í ár eru:
Agla Arnarsdóttir Arndís Amina Vaz da Silva Birta Clara Fernandez Birnudóttir Charlie James Duyker Dagný Rún Gísladóttir Ingibjörg Emma Jónsdóttir Íris Jóna Egilsdóttir Kristín Helga Alexandersdóttir Lovísa Ósk Nielsen Unnur Ósk Wium Hörpudóttir Þorsteinn Gauja Björnsson