Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

$LEAZY PARTY

Máni Helgason
Einkasýning í Kubbnum
Opnun 2. október 17:00 – ca. 20:00
—————
Sleazy Party fjallar um partýið sem táknmynd, félagslegt rými og um fagurfræðilega kóðann sem samfélagið notar til að fanga augnablikið. Taktfastir tónar, prentverk, ljós og endurunnin húsgögn umbreyta sýningarrýminu þannig það verður í senn seiðandi og sleazy.
Þrátt fyrir leikandi yfirbragðið hljótum við að spyrja okkur, hvernig mótar gleðin, gríman og yfirborðið sjálfsmynd okkar og sameiginlega reynslu? Sleazy party er ekki aðeins vettvangur til að fagna, heldur einnig tilraun til að afhjúpa ósýnilega spennu milli glamúrs og hnignunar, milli þess sem blasir við og þess sem býr undir niðri.
Með kaldhæðni og léttleika að vopni tekst sýningin á við hið þungbæra og dregur fram hið fáránlega, að brjóta niður glansmyndina. Á átakatímum er boðið upp á að stíga til hliðar í VIP stemningu og njóta andartaksins í góðum félagskap.

—————

Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 25. september – 27. nóvember 2025.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Styrmir Örn Guðmundsson.

Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.