Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Við kynnum nýtt MA nám í Sviðslistum með sérhæfingu í leikritun, leikstjórn, sviðshöfundanámi eða kóreógrafíu.
———
MA nám í sviðslistum er tveggja ára nám ætlað sviðslistafólki sem vilja efla færni sína og þekkingu á sviðslistum, ýmist í gegnum leikritun, leikstjórn, sviðshöfundanám eða kóreógrafíu. Nemendur velja eitt af þessum sérsviðum í upphafi náms og sérhæfa sig á því sviði.
Á fyrsta ári öðlast nemendur þekkingu og hæfni innan sviðslista og þróa listrænar aðferðir sínar. Á öðru ári færist áherslan á einstaklingsmiðaða rannsókn og listsköpun nemenda þar sem þau þróa listræna hugsun sína og hæfni. Áhersla er lögð á að efla gagnrýna og skapandi nálgun nemenda á miðilinn, sameina fræði og framkvæmd og skapa fjölbreytt sjónarhorn sem ögra og dýpka listræna hugsun nemenda.
Hver nemandi þróar eigin aðferðir og nálganir í sviðslistum í gegnum ólík námskeið, listræn verkefni og rannsóknir, jafningjamat, mentorakerfi og opinbera viðburði. Í lok náms þróar hver nemandi sjálfstætt lokaverkefni út frá eigin sérsviði. Nemendur útskrifast með 120 ECTS einingar, tilbúnir til að sækja um í doktorsnám í listrænum rannsóknum eða starfa sem sjálfstæðir sviðslistamenn.
Hefur þú áhuga? Langar þig að vita meira?
Miðvikudaginn 14. janúar 2026 kl. 17:00-18:00 bjóðum við upp á kynningu á náminu í fyrirlestrasal LHÍ í Laugarnesi. Una Þorleifsdóttir deildarforseti Sviðslistadeildar og Brogan Davison, prófessor og fagstjóri MA námsins verða á staðnum, kynna námið og taka á móti spurningum.
Þann sama dag, miðvikudaginn 14. janúar 2026 opnar fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur miðvikudaginn 2. mars 2026.
Hlökkum til að sjá ykkur.
——
Hvenær: Miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:00-18:00
Hvar: Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík.
Aðgangsupplýsingar: Gengið er inn um aðalinngang fyrir neðan hús frá steypta bílastæðinu.