Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Vef-flækjan / The Mesh

Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir
Einkasýning í Huldulandi
Opnun 23. október 17:00 – 19:00
—————

𝒱𝑒𝒻-𝒻𝓁æ𝓀𝒿𝒶𝓃 𝑒𝓇 𝒶𝓁𝒽𝑒𝒾𝓂𝓊𝓇𝒾𝓃𝓃,
𝑒𝓃𝑔𝒾𝓃 𝒷𝓎𝓇𝒿𝓊𝓃, 𝓂𝒾ð𝒿𝒶, 𝓃é 𝑒𝓃𝒹𝒾𝓇.
𝐻𝓇𝒾𝓃𝑔𝓇á𝓈 𝒶𝓁𝒽𝑒𝒾𝓂𝓈 𝑒𝓇 𝓈𝓅𝓊𝓃𝓃𝒾𝓃,
𝑜𝑔 𝑔𝓇æ𝓃𝒶𝓇 𝑒𝓇𝓊 𝓇á𝓀𝒾𝓇 𝒥𝒶𝓇ð𝒶𝓇.
𝒮𝒶𝓂𝑜𝒻𝒾ð 𝓈𝒶𝓂𝓁í𝒻𝒾,
𝓂𝒶ð𝓊𝓇𝒾𝓃𝓃 𝑒𝓇 𝓈𝒶𝓂𝑜𝒻𝒾𝓃 𝓋𝑒𝒻-𝒻𝓁æ𝓀𝒿𝓊𝓃𝓃𝒾.

Til grundvallar í minni nálgun er djúp þrá eftir að skilja stóru myndina, hvaðan vandi heimsins kemur og hvernig hægt er að endurskilgreina og grannskoða þau gildi sem samfélagið segist byggja á. Til þess nota ég hugmyndir teknar úr vistfræði-heimspeki (e. ecological philosophy), um nauðsynlegan fjölbreytileika lífríkisins og hvernig allt í alheiminum tengist og verkar hvert á annað. Þráin er eftir að sáldra hugmyndafræðilegum fræjum um samofinn heim.

//

𝒯𝒽𝑒 𝑀𝑒𝓈𝒽 𝒾𝓈 𝓉𝒽𝑒 𝓊𝓃𝒾𝓋𝑒𝓇𝓈𝑒, 
𝓌𝒾𝓉𝒽𝑜𝓊𝓉 𝒷𝑒𝑔𝒾𝓃𝓃𝒾𝓃𝑔, 𝓂𝒾𝒹𝒹𝓁𝑒 𝑜𝓇 𝑒𝓃𝒹.
𝒜 𝒷𝒶𝓁𝒶𝓃𝒸𝑒𝒹 𝓌𝑜𝓇𝓁𝒹 𝒾𝓈 𝓈𝓅𝓊𝓃,
𝓌𝒽𝑒𝓇𝑒 𝐸𝒶𝓇𝓉𝒽’𝓈 𝑔𝓇𝒶𝒾𝓃 𝒾𝓈 𝑔𝓇𝑒𝑒𝓃. 𝒜
𝓌𝑜𝓋𝑒𝓃 𝒸𝑜𝑒𝓍𝒾𝓈𝓉𝑒𝓃𝒸𝑒,
𝓅𝑒𝑜𝓅𝓁𝑒 𝒶 𝓅𝒶𝓇𝓉 𝑜𝒻 𝓉𝒽𝑒 𝑀𝑒𝓈𝒽
—————

 

Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 25. september – 27. nóvember 2025.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Styrmir Örn Guðmundsson.

Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.