Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Tónlistardeild Listaháskóla Íslands býður velkomin Prof. Alessandra Ammara frá Conservatorio Luigi Cherubini di Firenze ásamt Próf. Roberto Prosseda frá Conservatorio di Rovigo Francesco Venezze.
Í heimsókninni sinni til Íslands halda þau tónleika og masterklassa fyrir píanóleikara. Ásamt þeim halda nemendur þeirra fyrirlestra og tónleika hjá tónlistardeild LHÍ.
Dagskrá ítalskrar píanóviku hjá tónlistardeild LHÍ er eftirfarandi:

Alessandra Ammara og Roberto Prosseda hafa starfað saman í dúó síðan 1999 og byggja samstarf sitt á alþjóðlegri reynslu beggja. Þau hafa staðið að fjölda hljóðritana fyrir Decca, Hyperion og Arts og komið fram víða um heim.
Á tónleikum þeirra í Hannesarholti verða flutt Impromptus Op.90 eftir F.Schubert og Etýður Op.25 eftir F.Chopin auk fjórhenta Fantasíu Schuberts.
Nemendatónleikar
Mánudagur 19. janúar kl. 19:30
Francesca Antonucci
Carlo Alberto Bacchi
Pietro Vaccari
Fyrirlestur: Italian bel canto in Chopin’s works
Þriðjudagur 20. janúar kl. 17:00
Federico Foglizzo flytur fyrirlestur um ítalskt bel canto í verkum Chopin.
Opinn masterklass hjá Píanódeild LHÍ
19.–21. janúar 2026
Kennarar:
Prof. Alessandra Ammara
Prof. Roberto Prosseda
Prof. Peter Máté
Allir viðburðir fara fram Dynjanda, sal tónlistardeildar í Skipholti 31, 105 RVK
