Boðskort! Bókaútgáfa! Sýning! Tónlist! 3. ár GRAHÖ!

Verið velkomin! 
Laugardaginn 26. febrúar nk. frá klukkan 17.00-20.00 munu þriðja árs nemar í grafískri hönnun, við Listaháskóla Íslands, standa að bókaútgáfu og sýningu í Mengi, Óðinstgötu 2, 101 Rvk. Bókin er sjónræn rannsókn nemenda á ritgerðum þeirra til BA gráðu og unnin í samstarfi við Prentsmiðjuna Ísafold og Gunnar Eggertsson ehf. Hægt verður að grípa eintak af bókinni gjaldfrjálst. Fljótandi veigar verða í boði ásamt ljúfum tónum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundin viðeigandi farvegur. Útkomuna má einnig sjá á http://farvegirogform.is/

 

Hér er viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/384116450092674

 

Nemendur: Auður Ómarsdóttir, Ásdís Hanna Guðnadóttir, Embla Dröfn Óðinsdóttir, Guðni Þór Ólafsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Jakob Hermannsson, Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, Katla Einarsdóttir, Kirstin Natalija Stojadinovic, Lóa Yona Zoé Fenzy, Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Patrekur Björgvinsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Rakel Gróa Gunnarsdóttir, Sigrún Hanna Ómarsdóttir Löve, Sigrún Karls Kristínardóttir og Þórir Georg Jónsson.

Kennarar: Anna Dröfn Ágústsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Guðmundur Úlfarsson og Hrefna Sigurðardóttir.