Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Farvegir og form
Föstudaginn 16. janúar nk. munu nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands bjóða á bókaútgáfu í Herma á Hverfisgötu 4 til þess að fagna útgáfu bókarinnar Farvegir og form, sem er afrakstur nemenda úr samnefndum áfanga. Bókin inniheldur sjónrænar rannsóknir nemenda á viðfangsefni ritgerða þeirra til BA gráðu.
Viðburðurinn hefst með dagskrá kl. 17 þar sem nemendur munu miðla sýnum rannsóknum á lifandi máta. Að dagskrá lokinni mun svo sýning formlega opna kl. 18.
Eintök af bókinni verða í boði gjaldfrjálst fyrir gesti sýningarinnar. Fljótandi veigar verða á staðnum og öll eru velkomin að fagna með okkur!
Opnunartími sýningar:
Föstudagur 16. janúar: kl. 17-20
Laugardagur 17. janúar: kl. 12-18
Sunnudagur 18. janúar: kl. 12-17