Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku
Elísa Þóreyjardóttir
Einkasýning í Huldulandi
Opnun 9. október 17:00 – 19:00
—————
Þöglar hendur sem sjaldan hvíldust
þar sem tau varð að þvotti
og þvottur að efni
og efnið þurfti að þurrka
með taui svo úr yrði þvottur
hring eftir lykkju
lykkja eftir stroku
og stroku eftir hring
hring eftir hring
—————
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 25. september – 27. nóvember 2025.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Styrmir Örn Guðmundsson.
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.









