Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Amateur Hour // Arna Óttarsdóttir

>>English below<<

Arna Óttarsdóttir notar hefðbundnar vinnuaðferðir vefnaðar til að skapa margbrotin ofin verk. Myndefnið kemur úr m.a. úr skissubókum hennar, þar sem valið byggist ekki á hversu góð teikningin sjálf er heldur hvort og hvernig megi vinna áfram með hana á áhugaverðan hátt. Það liggur beint við að skoða verk Örnu í samhengi við sögu vefnaðar, með hliðsjón af tengingum miðilsins við femínisma og samfélagslega gagnrýni. En hún virðist þó í verkum sínum frekar leitast við að setja áhersluna á sínar eigin persónulegu uppgötvanir og tilraunastarfsemi með miðilinn. Og þegar á hólminn er komið er Arna rekin áfram af þessari sömu hugmynd – umbreytingu hins hversdagslega og ómerkilega í eitthvað sem hefur mikilvægi, gildi. Verkin standa sem minnisvarðar um gleði og undur alkemíunnar, að skapa verðmæti úr engu nema dugnaði og hugviti.

Arna er sjálflærð í vefnaði en hún byrjaði ekki að vefa fyrr en eftir útskrift úr Listaháskólanum. Á fyrirlestrinum mun hún fara yfir feril og vinnuaðferðir sínar með áherslu á þá hugmynd að vera áhugamaður eða viðvaningur í vefnaði og hvaða áhrif það hefur haft á hvernig hún vinnur og ásýnd verkanna sem verða til.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986, Íslandi) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá haldið reglulega einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi sem og erlendis. Sem dæmi má nefna einkasýningar í Cecilia Hillström Gallery í Stokkhólmi, i8 gallerí og Nýlistasafninu og samsýningar í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Gerðarsafni, Hafnarborg og Turner Contemporary í Bretlandi. Arna hefur verið á mála hjá i8 gallerí síðan árið 2015. Árið 2017 vann hún myndvefnaðarverk fyrir fyrirlestrarsal í Veröld, húsi Vigdísar. Verk eftir hana má m.a. finna í safneign Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Gerðarsafns, Nýlistasafnsins og Hafnarborgar sem og í eigu fjölda innlendra og erlendra listaverkasafnara.


 

Arna Óttarsdóttir’s practice explores the traditional methods of weaving, creating elaborate tapestries. The visual source derives from her sketchbooks, where she does not select the final motif based on refined finish, but rather on the possibility of future exploration. It is tempting to look at Óttarsdóttir’s work, as textile, in light of the medium’s history over the past decades, with the appropriate references to social and feminist critique. Yet it seems like Óttarsdóttir actively tries to bypass that discourse by emphasizing her own process of discovery and love of experimentation. Ultimately Óttarsdóttir is driven by the same idea–the transformation of the mundane and unremarkable into something of significance. The works project the joy and wonder of alchemy, generating value from nothing but diligence and ingenuity.

Óttarsdóttir is self-taught in weaving and didn’t start working with the medium until after finishing her BFA at Iceland University of the Arts. In the lecture she will go over her career and artistic process with focus on the idea of being an amateur in weaving and how that has influenced the way she works and the appearance of the works created in the process.

Arna Óttarsdóttir (b. 1986, Iceland) received her BFA from Iceland Academy of the Arts in 2009 and has exhibited regularly in Iceland and abroad since. Examples include solo exhibitions at Cecilia Hillström Gallery in Stockholm, i8 Gallery and The Living Art Museum and group exhibitions at Reykjavík Art Museum, National Gallery of Iceland, Gerðarsafn Art Museum, Hafnarborg Art Museum and Turner Contemporary in Britain. Arna has been represented by i8 gallery since 2015. In 2017 she made a tapestry for the lecture hall at Veröld, house of Vigdís (University of Iceland). She is represented in the collections of Hafnarborg Centre of Culture and Fine Arts, Reykjavik Art Museum, The National Gallery of Iceland, The Living Art Museum, and at Kópavogur Art Museum.


This lecture is a part of a lecture series, held every semester in the Fine Arts department, and is open across departments and to the public. In six lectures during the semester, experts in the field of art and exhibition production will discuss their own research, experiments and artistic creation.

More information on the series HERE.