Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Borgarrýni / Urban Lab Design Agency

102 REYKJAVÍK 2050

Sýning nemenda á öðru ári í arkitektúrdeild

102 REYKJAVÍK 2050

Hvaða hugmyndafræði mótar þína hönnun? Og hver er hönnun hugmyndafræðinnar?

Í námskeiðinu Borgarrýni – Urban Lab Design Agency hafa nemendur skoðað hvernig hægt er að nota borgarskipulag sem afl til umbreytingar á borgarrýminu, og þannig haft jákvæð samfélagsleg og umhverfisleg áhrif. Borgarrýni, 102 REYKJAVÍK 2050, er tækifæri nemenda til þess að leggja sitt af mörkum til þess að móta heilbrigðari, öruggari og réttlátara borgarskipulag.

Sýningin 102 REYKJAVÍK 2050 er afrakstur hópavinnu og samstarfs bekkjar annars árs nema í arkitektúr við LHÍ. Fyrri hluta annar greindu nemendur svæðið 102 Reykjavík og skiluðu bók með umfangsmiklum niðurstöðum. Seinni hluta annar fengu nemendur, í þriggja manna hópum, úthlutað svæði u.þ.b. 300 x 300m að stærð. Verkefnið fólst í því að hanna nýtt borgarskipulag innan þeirra marka með framtíðarsýn fyrir árið 2050 að leiðarljósi. Jafnframt voru nemendur beðnir um að skoða samhengið við borgina og um leið að taka afstöðu til svæðisins þar sem innanlandsflugvöllurinn er í dag.

Nemendur:

Arnbjörg Guðný Atladóttir

Axel Magnús Kristjánsson

Baptiste Horner

Björn Rósmann Hreinsson

Elísabet Auður Guðnadóttir

Guðlaugur Hrafn Kristjánsson

Hanna Rakel Bjarnadóttir Ína Soffía Hólmgrímsdóttir

Málfríður Lárusdóttir

Milla Kaschub

Nelly Marlene Hirche

Perla Njarðardóttir

Róslind Antonsdóttir

Thelma Sól Magnúsdóttir

Una Guðríður Guðmundsdóttir

Þorvarður Hreinn Brynjólfsson

Þórdís Lind Jónsdóttir

Þuríður Guðrún Pétursdóttir

 

Kennarar:

Aðalheiður Atladóttir, arkitekt og aðjúnkt, og Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt